Framhaldsskólakeppni


Hér fyrir neðan má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um framhaldsskólakeppni Lífshlaupsins.

Keppt er í þremur flokkum eftir fjölda nemenda í skólanum. Keppt er bæði um fjölda daga og fjölda
mínútna hlutfallslega miðað við heildarfjölda nemenda í skólanum.


1-399 nemendur

400-999 nemendur

1000 ofl. nemendur


Þeir framhaldsskólar sem eru í þremur efstu sætunum í hverjum flokki fá verðlaunagripi fyrir árangur sinn.


Hverjir eru gjaldgengir þátttakendur? 
Allir nemendur skólans.

Hvað má skrá?
Alla miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu sem stunduð er yfir daginn.
Til þess að fá einn dag skráðan þarf að hreyfa sig að lágmarki í 60 mínútur fyrir 15 ára og yngri en í 30 mínútur fyrir 16 ára og eldri.
Hreyfingunni má skipta upp í nokkur skipti yfir daginn, t.d. 10 - 15 mínútur í senn. Allir dagar telja með (frídagar og virkir dagar).

Hvaða nemendafjölda á að gefa upp?
Sá nemendafjöldi sem á að vera skráður undir "fjöldi í skóla" er sá fjöldi sem skráður er í skólann meðan á Lífshlaupinu stendur.
Þegar frammistaða skólans er skoðuð undir "Staðan", ef smellt er á nafn skólans, má sjá nemendafjölda í skólanum undir nafni skólans í vinstra horninu.  
Ef sú tala passar ekki við þann nemendafjölda sem er í skólanum eru þið vinsamlegast beðin(n) um að senda leiðréttingu á netfangið lifshlaupid@isi.is.

Framlag hvers og eins telur:
Í anda almenningsíþrótta er leikurinn byggður upp þannig að framlag hvers og eins hjálpar til, hversu lítið sem það er. 

Allt er betra en ekkert!


Hlutverk liðsstjóra felast í því að halda utan um liðið sitt á einn eða annan hátt.
Liðsstjóri sér um að skrá liðið til þátttöku og hvetja sína liðsmenn til dáða.
Liðsstjóri er tengiliður sinna liðsmanna við umsjónarmenn átaksins og er mikilvægt að hann komi öllum helstu upplýsingum áfram til sinna liðsmanna og sé sjálfur vakandi fyrir öllum þeim upplýsingum sem berast.

Á vefnum er auðvelt að fylgjast með árangri mismunandi liða innan skólans (með því að smella á nafn skóla) og því lítið mál að búa til innanhúskeppni samhliða. Skólar sem standa fyrir innanhúskeppni milli liða geta sett sínar eigin keppnisreglur ef þeir kjósa það.

 

Dæmi um útreikninga miðað við nemedafjölda

Skólinn “Fjölbraut” skráir sig til leiks í Lífshlaupið. 30 af 50 nemendum í "Fjölbraut" hafa ákveðið aðtaka þátt.

Þessir 30 nemendur eru mjög duglegir að hreyfa sig og þegar keppni lýkur hafa þeir hreyft sig í samtals 50.000 mínútur og 390 daga.

En í skólanum eru samtals 50 nemendur, og voru því 20 nemendur sem ekki tóku þátt.


Þegar hlutfall daga og mínútna er reiknað út fyrir “Fjölbraut” er notast við heildarnemendafjölda skólans.


Hlutfall daga: 390 dagar / 50 nemendur = 7,8 dagar að meðaltali á nemanda.


Hlutfall mínútna: 50.000 min / 50 nemendur = 1.000 minútur að meðaltali á nemanda.


Af þessu sést að sú tala sem á að skrá í “fjöldi nemenda” þegar skólinn er skráður til leiks er HEILDARFJÖLDI NEMENDA SEM ER Í SKÓLANUM en ekki bara sá fjöldi sem tekur þátt í Lífshlaupinu. 


Dæmi um útreikninga á sætaröðun liða innan skólans:

Ef smellt er á hvern og einn skóla undir staða, má sjá öll liðin sem taka þátt fyrir viðkomandi skóla. Liðin raðast upp í röð eftir hlutfalli daga, en hægt er að raða þeim upp eftir hlutfalli mínútna líka með því að smella á þátttökuhlutfall sem er lengst til hægri.


Undir skólanum “Fjölbraut” eru skráð þrjú lið, öll með 10 liðsmönnum. Liðið “Fjölbraut 1” hefur hreyft sig samtals í 10.000 mínútur og 150 daga.

Hlutfall daga og mínútna reiknast þá svona:


Hlutfall daga: 150 dagar / 10 liðsmenn = 15 dagar að meðaltali á liðsmann.


Hlutfall mínútna: 10.000 mínútur / 10 liðsmenn = 1.000 mínútur að meðaltali á liðsmann.


Eftir þessum hlutföllum raðast svo liðin þrjú í sæti undir skólanum.


Af þessu sést að mjög mikilvægt er að allt sé rétt skráð svo að úrslitin verði rétt í lok keppninnar.

Til að skrá skóla til leiks í Lífshlaupið þarf að nýskrá skólann.

Farðu í Mínar síður og í Nýskráning - umsjónarmaður skóla

Þar byrjar þú á því að finna skólann þinn í listanum og velur notendanafn og lykilorð sem er einkennandi fyrir skólann. Mundu að þú dreifir notendanafninu svo áfram til kennara skólans svo hver kennari geti skráð hreyfingu fyrir sinn bekk.

Þegar skólinn hefur verið stofnaður má stofna bekkina/hópana sem ætla að taka þátt handvirkt eða lesa þá inn með excel innlestri. Skjalið er hægt að vista hjá sér úr Mentor og lesa svo inn.