Skemmtilegar sögur
Fjallganga er mitt aðal áhugamál og það sem endurnærir mig mest og smellpassar auðvitað í Lífshlaupið.
Fjallganga fyrir mér er besta hreyfingin fyrir bæði líkamlega og andlega heilsu.
Hér er mynd síðan 16. febrúar 2025, þegar ég sit í sætinu mínu á Helgaflelli í Hafnarfirði í algjörri núvitund, en það fjall hefur verið minn helsti og besti sálfræðingur í meira en 15 ár ❤️
Daginn,
Langaði bara að deila með ykkur smá bumbuboltamynd - öll sunnudagskvöld fara starfsfólk félagsmiðstöðva í Kópavogi í bolta í Kórnum. Heppin ég að vera starfsmaður í félagsmiðstöðvunum, og hjá Kilroy, að geta hoppað inn í boltann - sérstaklega þegar það er Lífshlaup!
Halló.
Magnað þetta lífshlaup.
Ég er mest fyrir það að ganga út í náttúrunni og reyni að taka myndir til minningar.
Þessa tók ég í Ásbyrgi á góðri göngu.
Takk fyrir mig.
Kv Reimar á Smyrlafelli í Finnafirði
Við hjá Horn raf- og vélaverkstæði höldum íþróttamót á föstudögum meðan á Lífshlaupinu stendur. Fyrsta föstudaginn kom hún Kolla í Sporthöllinni líkamstækt og var með bandvefslosun. Þar komust allir að því að þeir voru með auma bletti á ótrúlegustu stöðum!
Annan föstudaginn kom svo hann Elli hjá Fenrir elite, crossfit stöð og kenndi okkur undirstöðurna í Cross fit. Endaði svo á keppni í Burpees milli tveggja sem eru að æfa 🤣
Nú bíða allir spenntir eftir því hvað næsti föstudagur bíður uppá
.
Hvað leggur maður ekki á sig fyrir Lífshlaupið? Ég óskaði samstarfsfélaga góðrar helgar í lok vinnudags í gær með hvatningu um að vera dugleg að hreyfa sig um helgina. Svo korter yfir 11 í gærkvöldi fattaði ég að ég hafði ekki staðið mig í stykkinu sjálf og fór út í 30 mín göngutúr í myrkrinu sem ég rétt náði að klára fyrir miðnætti. Ég hafði mestar áhyggjur af að nágrannar mínir myndu hringja á lögregluna. Það er alveg grunsamlegt að einhver sé á vappi klukkan langt gengin í miðnætti á föstudagskvöldi... tunglið óð í skýjum