Zumba í Víkurskóla! Eins og allir vita fór Lífshlaupið 2020 af stað í gær 5. febrúar. Í Víkurskóla var tekið forskot á sæluna þriðjudaginn 4. febrúar þegar nemendur og starfsfólk komu saman á sal skólans og dönsuðu zumba saman. Zumba er skemmtileg hreyfing sem allir geta tekið þátt í. Þetta varð hin besta skemmtun. Nú er Lífshlaupið komið á fullt skrið og nemendur og starfsfólk ætla svo sannarlega að taka þátt í verkefninu með lífsgleði að leiðarljósi.
Lífshlaupið í Víkurskóla
Göngutúr
Í tilefni af Lífshlaupinu var efnt til útiæfingar í verklegri líffræði. Nemendur á síðasta ári eru að læra um líffræra- og lífeðlisfræði mannsins. Viðfangsefnið nú í febrúar eru skynfærin. Verkefnið felst í því að ganga milli áfangastaða og skrá skynáreiti. Nemendur nota wikiloc til að skrá leiðina og taka myndir sem tengjast skynáreitum. Verkefnið tengist einnig alþjóðlegu Erasmus samstarfsverkefni, ROOTS (Routes to outdoor oriented teaching and sustainability).
Ég ákvað að taka þátt í Lífshlaupinu með mínu fólki og draga fram stafgöngustafina og fara út að ganga. Ég bý í Reykjanesbæ og vinn í Hlíðasmára í Kópavogi og því spurning á hvorum endanum ég skyldi ganga, heima eða í vinnunni. Að endingu ákvað ég að ganga í vinnuna og aftur heim. Á hverjum degi gekk ég frá ákveðnum upphafspunkti, yfirleitt þar sem ég lagði bílnum, og aftur til baka á upphafspunktinn. Í þéttbýli gekk ég götur og göngustíga, en þess utan veginn um Vatnsleysuströnd og aflagða vegi og slóða. Gönguleiðin milli heimilis og vinnustaðar reyndist 47 km og því 94 km fram og til baka. Svo var bara svo mikið af skemmtilegum hjáleiðum á leiðinni sem ég freistaðist til að ganga og reyndust vera 39 km samtals. Svo var það alveg makalaust gaman að fá að ganga dag eftir dag í rigningu, slyddu og roki, pottþétt beint í fangið aðra leiðina! Mæli með þessu.
Við tókum skemmtileg áskorun um að mæta allar í okkar útibúi á kraftlyftingarnámskeið hjá Hjalta Úrsus í Eldingu líkamsrækt, við tókum hrikalega vel á því og hörðustu íþróttaálfarnir í hópnum voru með harðsperrur um allan líkaman daginn eftir, þetta var frábær liðsheild og lýsir svo vel stemningunni í vinnunni, mæli klárlega með þessu.
Nemendur og kennarar við Fjölbrautaskólann við Ármúla skelltu sér á skauta í Skautahöllinni miðvikudaginn 1. febrúar. Þetta uppátæki var liður í Lifshlaupinu og það er óhætt að segja að allir skemmtu sér vel.
Krakkarnir í Súðavíkurskóla eru afskaplega dugleg og metnaðarfull þegar kemur að Lífshlaupinu. Þau eru nú í fyrsta sæti í sínum riðli og ætla að halda því. Hver stund er notuð til hreyfingar enda er hreyfing hluti af námskrá skólans. Um daginn gerðu þau svakalega rassa-rennibraut í bökkunum fyrir neðan skólann og eyddu góðum tíma þar - og hver mínúta var skráð samviskusamlega. :)
Hæ Hæ smá frásögn frá mér :-) 10.Júlí 2014 ákvað ég að ég þyrti nú að fara að gera eitthvað í mínum málum og byrjaði að hreyfa mig út að ganga og hlaupa og hef farið alla daga síðan í hreyfingu og sá í fá égs vo auglýst Lífshlaupið og byrjaði að taka þátt og að skrá sig alla daga hvatti mig svo mikið áfram að gera eitthvað og hefur hjálpað mér,breytti einnig soltið matarræði í leiðinni og -17 kg í dag,nota engin fæðurbóta efni geri þetta bara sjálfog byrjaði svo líka á fullu að æfa Í World Class á Selfossi núna í Janúar 2016 þegar opnaði þar og hef verið mjög dugleg að mæta þar og labba alltaf í vinnuna líka,þó það sé ekki langt en það telur og þetta hefur breytt miklu hjá mér mér betur ,hæt ti alveg í gosi fyrir 2 árum og finn mikin mun á því líka :-) Smá svona frásögn hvað Lífshlaupið hefur líka hjálpað mér enda setti ég mér markmið að ná öllum verðlaunum gull,silfur ,bros og svo platínu sem ég fékk afhent núna í Febrúar hjá ykkur :-) Takk fyrir mig og takk fyrir þetta flotta framtak hjá ykkur :-) Kveðja Elín Birna