Leikir


lógókallÍSÍ og samstarfsaðilar standa fyrir skráningar- og myndaleik á meðan á keppninni stendur.
Með því að skrá þína hreyfingu undir vinnustaðinn, hreystihóp 67+ eða skólann, ert þú kominn í pott og gætir unnið glæsilega vinninga.

Fylgstu með, við drögum út alla virka daga í útvarpsþættinum Hjartagosar á Rás2. Nöfn vinningshafa verða einnig birt á heimasíðu Lífshlaupsins.

GRUNNSKÓLAKEPPNI - Skráningarleikur á Rás 2
Einn bekkur verður dreginn út á hverjum virkum degi í þættinum Hjartagosar á Rás 2 frá 7. febrúar til 20. febrúar. Um leið og bekkur hefur verið skráður í Lífshlaupið fer hann í pottinn. 

FRAMHALDSSKÓLAKEPPNI - Skráningarleikur á Rás 2
Frá 7. febrúar til 20. febrúar verður einn þátttakandi dreginn út á hverjum virkum degi í þættinum Hjartagosar á Rás 2 og getur hann unnið glæsilega vinninga. 

VINNUSTAÐAKEPPNI og HREYSTIHÓPAR 67+ - Skráningarleikur á Rás 2
Frá 7. febrúar til 27. febrúar verður einn þátttakandi dreginn út á hverjum virkum degi í þættinum Hjartagosar á Rás 2 og getur hann unnið glæsilega vinninga.

MYNDALEIKUR
Allir geta tekið þátt í myndaleiknum með því að senda okkur skemmtilegar myndir hér á heimasíðunni, í gegnum Instagram með því að merkja þær #lifshlaupid, í gegnum Facebook-síðuna okkar eða bara með því að senda tölvupóst á lifshlaupid@isi.is. Sendu okkur mynd af þátttöku þinni í Lífshlaupinu, þínu liði, hópi eða vinnustað og þú gætir unnið flotta vinninga.

Athugið að frá 14. febrúar verður eingöngu dregið úr þeim þátttakendum sem hafa skráð á sig hreyfingu.