Leiðbeiningar vegna innskráningar
Farið er í Mínar síður efst í horninu hægra megin á heimasíðunni. Ef þú átt notendanafn frá fyrri árum er hægt að nota það áfram með því að velja Innskráning – á aðgang. Ef þú manst ekki lykilorð eða notendanafn er hægt að bjarga því með því að velja Gleymt lykilorð eða hafa samband við lifshlaupid@isi.is. Ef þú átt ekki eldri aðgang er valið Nýskráning – einstaklingur og kerfið leiðir þig áfram í innskráningunni þar til nýr aðgangur er stofnaður.

Að skrá vinnustað og hreystihópa

Athugið að ekki þarf að stofna vinnustað og hreystihópa árlega, þeir haldast inni í kerfinu á milli ára. Ef þinn vinnustaður/hreystihópur er að taka þátt í fyrsta skipti er hægt að stofna hann með því að skrá sig inn fyrst á sinn aðgang. Þú ferð í „Mínar síður“ og velur þar „Liðin mín“. Þar velur þú hnappinn „Stofna vinnustað“ eða hreystihóp og kerfið leiðir þig svo áfram þar til búið er að stofna vinnustaðinn/hópinn.

Að stofna lið
Þegar búið er að stofna vinnustað/hóp í kerfinu þarf að stofna lið. Það er gert með því að velja hnappinn „Liðin mín“ og svo „Stofna lið“. Kerfið leiðir þig áfram þar til búið er að stofna liðið. Vinnustaðir/hópar geta verið með eins mörg lið og hentar best á hverjum stað fyrir sig. Sá sem stofnar liðið verður sjálfkrafa „liðstjóri í því liði og hefur yfirsýn yfir hreyfingu allra þátttakenda í því liði.

Að ganga í lið
Þegar búið er að stofna lið innan vinnustaðarins/hópsins er hægt að ganga í lið. Það gerir þú með því að skrá þig inn á þinn aðgang. Undir Mínar síður á þínu notendanafni velur þú  Liðin mín og þar ýtir þú á hnappinn Ganga í lið. Þar er hægt að velja vinnustaðinn/hópinn úr lista og svo velur þú það lið sem þú vilt ganga í. Liðsstjóri þarf að samþykkja þig inn í liðið.
 
Að skrá skóla og nemendur í bekki
Farið er í Mínar síður efst í horninu hægra megin á heimasíðunni. Skráðir skólar halda sér á milli ára en skrá þarf alla bekki að nýju. Hægt er að skrá sig inn með notendanafni ársins á undan eða að velja Nýskráning – umsjónarmaður skóla. Ef þú manst ekki lykilorð eða notendanafn er hægt að bjarga því með því að velja Gleymt lykilorð eða hafa samband við lifshlaupid@isi.is. Þegar innskráningu er lokið er hægt að hlaða inn bekkjarskrám með Excel-skjal eða handvirkt undir Mínar síður.

Innskráning með Facebook

Farið er í Mínar síður efst í horninu hægra megin á heimasíðunni. Þar er hægt að velja Connect with Facebook og viðkomandi þarf að skrá sig inn í Facebook til að geta lokið innskráningu í Lífshlaupinu. Þá þarf að fylla út upplýsingar þátttakanda og að því loknu ætti allt að vera tilbúið til að skrá hreyfingu eða ganga í lið.

Starfsmanna- og nemendafjöldi

Mikilvægt er að starfsmanna- og nemendafjöldi sé rétt skráður fyrir vinnustaði og skóla. Þannig er tryggt að viðkomandi fyrirtæki eða skóli sé að keppa í réttum fjöldaflokki. Einnig er ekki hægt að skrá fleiri liðsmenn samtals innan fyrirtækis, hreystihóps og skóla heldur en skráður heildarfjöldi segir til um. Hægt er að sjá skráðan fjölda undir Staðan á heimasíðunni með því að finna sinn vinnustað eða skóla. Sendið breytingar á fjölda til okkar á lifshlaupid@isi.is og við græjum það í snatri.