Persónuverndarstefna almenningsíþróttasviðs ÍSÍ


Samþykkt [24.10.2019]

Hér verður útskýrt hvernig við söfnum persónuupplýsingum um þig og hvernig við notum þær í tengslum við almenningsíþróttaverkefnin Lífshlaupið og Hjólað í vinnuna, sem eru haldin á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) sem er ábyrgðaraðili vinnslunnar samkvæmt persónuverndarreglum. Einnig, hvaða réttindi þú átt í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga vegna þátttöku þinnar.

Hvaða gögnum er safnað ?

ÍSÍ fær gögn frá þér sem þátttakandi í verkefnunum við skráningu í gegnum vefsíðurnar lifshlaupid.is og hjoladivinnuna.is. Einnig, eftir því sem líður á verkefnin um þátttöku þína aðrar upplýsingar sem þú kýst að skrá í gegnum þá virkni sem er í boði á vefsíðum verkefnanna. Við söfnum jafnframt upplýsingum sjálfvirkt, meðal annars um IP tölur, vafra og aðrar búnaðartengdar upplýsingar, í gegnum vefkökur.

Þegar þú notar vefsíður verkefnanna eru gögn sjálfvirkt unnin og vistuð í gegnum vafrakökur og greiningarhugbúnað. ÍSÍ notar vafrakökur, sem eru litlar skrár sem vefsíður verkefnanna senda á þína tölvu til að auðkenna þig og vista gögn fyrir vafrann á þinni tölvu. Þetta er gert til þess að gera notendaupplifun þína sniðna að þínum óskum, auðvelda notendum að skrá sig inn og þekkja þig þegar þú kemur næst á vefsíðu verkefnanna (lifshlaupid.is og hjoladivinnuna.is).

ÍSÍ nýtir sér einnig greiningartól Google Analytics til að afla gagna um frá hvaða vefsíðu þú kemur til vefsíðna verkefnanna tveggja, hversu oft þú kemur, hvaða síður og aðgerðir þú smellir á, hversu lengi þú ert inn á vefsíðunum, hvar þú ert staðsettur (landfræðileg gögn), upplýsingar um stýrikerfi og annað tengt notendabúnaði og fleira. Þetta er gert til þess að skilja betur hvaða hlutar vefsíðanna eru mest notaðir og hvenær, til að geta markvisst unnið í að bæta afköst og notendaupplifun.

Flokkur

Heiti og uppruni

Tilgangur

Gildistími

Nauðsynleg fyrir rétta virkni vefsíðunnar.

ASP.NET_Sessionld

Varðveitir stöðu gesta á öllum beiðnum að síðum

Session vefkökur (virka aðeins á meðan vafri er opinn, eytt þegar honum er lokað)

Nauðsynleg fyrir rétta virkni vefsíðunnar.

NSC_#

Notað til að dreifa umferð á heimasíðuna á nokkrum netþjónum til að hámarka viðbragðstíma

Session vefkökur

Greining og virkni vefsíðu.

_ga

Skráir sérstæð auðkenni fyrir Google vörur sem eru notuð til að útbúa tölfræði um það hvernig notendur nýta heimasíðuna.

2 ár

Greining og virkni vefsíðu.

_gat

Notaðar til að takmarka fjölda fyrirspurna fyrir Google Analytics.

1 dag

Greining og virkni vefsíðu.

_gid

Notaðar til að aðgreina notendur fyrir Google Analytics.

1 dag

Markaðssetning

r/collect frá doubleclick.net

Notað til að senda gögn til Google Analytics um tæki og hegðun gesta. Rekur umferð gesta á milli tækja og markaðsleiða.

Session vefkökur

Notendur vefsíðanna geta lokað á ofangreindar vafrakökur með því að breyta stillingum á vafra. Með þeim hætti draga þeir til baka samþykki sitt fyrir notkun á vafrakökum. Athuga skal að ef lokað er á allar kökur, meðal annars þær sem eru nauðsynlegar fyrir rétta virkni vefsíðanna getur það haft áhrif á virkni vefsíðanna þannig að upplifunin verður ekki sú saman. Finna má upplýsingar um hvernig stilla má vafrakökur í vafra til dæmis hér: https://www.aboutcookies.org.uk/managing-cookies.

Tilgangur vinnslunnar

ÍSÍ notar persónuupplýsingarnar í þeim tilgangi að veita þér þjónustu vegna þátttöku þinnar í almenningsíþróttaverkefnunum Lífshlaupið og Hjólað í vinnuna. Einnig til að halda utan um niðurstöðu keppna, vera upplýsingaveita um verkefnin, stuðla að þátttöku með hvatningu, greina vandamál sem kunna að koma upp, tryggja öryggi persónuupplýsinganna, bæta upplifun þína af notkun vefsíðanna, greina hvernig notendur nýta sér heimasíðurnar til þess að bæta þjónustuna og fleira.

Miðlum við upplýsingunum?

Þeim upplýsingum sem er safnað í gegnum vefsíðurnar er að takmörkuðu leiti miðlað á vefsíðum verkefnanna, en það er einkum gert til að tilkynna um stöðu keppna og úrslit, sem og aðra tölfræði í kringum keppnirnar.

Við kaupum þjónustu frá upplýsingatæknifyrirtæki vegna reksturs vefsíðanna og eru upplýsingarnar sem safnað er í gegnum vefsíðurnar hýstar í öruggu umhverfi hjá vinnsluaðilanum.

ÍSÍ kann einnig að afhenda tölfræðilegar upplýsingar um þátttöku í almenningsverkefnunum til fyrirtækis þíns.

Geymslutími gagnanna

Gögnin eru geymd ótímabundið hjá ÍSÍ meðal annars vegna hagsmuna íþróttahreyfingarinnar af því að varðveita sögu.

Réttindi þátttakenda

Óskir þú eftir upplýsingum um vinnslu persónuupplýsinga eða vilt nýta réttindi tengd þeim þá beinum við öllum slíkum fyrirspurnum á netfangið personuvernd@isi.is. ÍSÍ mun krefjast auðkenningar áður en erindi eru afgreidd til að koma í veg fyir að upplýsingar berist í hendur óviðkomandi aðila. Meðal réttinda sem þú kannt að eiga rétt á er að:

  • draga til baka samþykki fyrir vinnslu hvenær sem er – sem dæmi má taka samþykki fyrir því að vera á póstlista eða fyrir því að samþykkja vafrakökur;
  • fá tilteknar upplýsingar um vinnslu ábyrgðaraðila (ÍSÍ) á persónuupplýsingum þínum;
  • óska eftir aðgangi að prsónuupplýsingum sem er unnið um þig;
  • andmæla vinnslu upplýsinga eða/og óska efti takmörkun á vinnslu;
  • óska eftir eyðingu upplýsinga í ákveðnum tilvikum;
  • óska eftir leiðréttingu upplýsinga, enda eru þær ófullkomnar eða ónákvæmar;
  • leggja fram kvörtun til Persónuverndar um vinnslu ÍSÍ. Nánari upplýsingar um það ferli má finna á heimasíðu Persónuverndar (www.personuvernd.is).

Réttindi einstaklinga geta verið háð takmörkunum sem má meðal annars leiða af lögum og/eða hagsmunum tengdra aðila. Með það að leiðarljósi eru allar fyrirspurnir og viðbrögð við þeim metin.

Öryggi

ÍSÍ gætir fyllsta öryggis við öflun og vistun gagna og gerir viðeigandi ráðstafanir til að verjast því að óviðkomandi aðilar geti nálgast, breytt, miðlað eða eytt gögnum um þig sem vistaðar eru í gegnum heimasíður verkefnanna tveggja. Það er þó mikilvægt að þú sem notandi takir ábyrgð á og gætir að auðkenningu þinni og deilir henni ekki með öðrum.

Hér má lesa persónuverndarstefnu ÍSÍ