5 daga reglan tekur gildi á morgun í vinnustaða- og framhaldsskólakeppninni

11.02.2016

Í dag er síðasti dagur til þess að skrá hreyfingu á 3., 4., 5., 6., og 7., febrúar. Á morgun tekur 5 daga reglan gildi í vinnustaða- og framhaldsskólakeppninni. 5 daga reglan tekur ekki gildi í grunnskólakeppninni þar sem að margir skólar eru í vetrarfríi um þessar mundir. Einstaklingar geta enn skráð á sig hreyfingu langt aftur í tímann en það telst ekki inn í vinnustaðakeppnina.
Á morgun verður dregið út í myndaleik, svo endilega notið #lifshlaupid á Instagram og sendið okkur inn myndir á heimasíðunni.
Undir mínar síður og stigin mín er nú hægt að sjá tölfræði um hreyfisögu einstaklings. Einnig má finna matardagbók undir mínar síður.
Enn er hægt að skrá sig til leiks.