Síðasti keppnisdagur í grunn- og framhaldsskólakeppninni í dag.

16.02.2016

Nú í dag er síðasti keppnisdagur í grunn- og framhaldsskólakeppninni.

Samkvæmt 5 daga reglunni þá er síðasti séns fyrir framhaldsskólanemendur að skrá hreyfingu laugardaginn 20. febrúar (gildir fyirr framhaldsskólanema).

Grunnskólar ATHUGIÐ! Þar sem að í mörgum skólum landsins eru nú vetrarfrí þá höfum við ákveðið að fella út 5 daga regluna. Síðasti dagur til að skrá hreyfingu fyrir nemendur í grunnskólakeppninni verður því sá sami og í vinnustaðakeppninni eða kl 12:00 fimmtudaginn 25. febrúar. Í gegnum tíðina höfum við fengið ábendingu um að þetta sé of langur tími frá því að keppni líkur í grunnskólakeppninni og þar til að úrslit eru kynnt. Það er vissulega rétt. Við lítum þó þannig á að við viljum ná til sem flestra í þessu verkefni og að sem flestir geti verið með. Því viljum við koma móts við þá skóla sem eru með vetrarfrí sín á þessum tíma.