Síðasti keppnisdagur í vinnustaðakeppninni í dag!

23.02.2016

Tíminn flýgur áfram og í dag er síðasti keppnisdagur í vinnustaðakeppninni. Það er því um að gera að drífa sig að skrá hreyfinguna inn sem fyrst. Hægt er að skrá á sig hreyfingu til kl. 12:00 fimmtudaginn 25. febrúar.

Við minnum á það að einstaklingskeppnin er allt árið og allir sem eiga aðgang og hafa verið að taka þátt í vinnustaðakeppninni geta því haldið áfram að skrá á sig hreyfingu allt árið um kring. Þetta er góð leið til þess að halda utan um sína hreyfignu og nota sem hvatningu. Á næsta ári notið þið svo sama aðgang og þið hafi veri með núna. 

Úrslit verða tilkynnt eftir kl. 15:00 á fimmtudaginn 25. febrúar. Verðlaunaafhending Lífshlaupsins fer fram í sal KSÍ í Laugardalnum föstudaginn 26. febrúar kl. 12:10. Þangað eru boðaðir fulltrúar þeirra vinnustaða og skóla sem urður í efstu þrem sætum keppninnar.