Skráning og 5 daga reglan

05.02.2017

Við minnum á að enn er hægt að skrá sig til þátttöku í Lífshlaupinu og gríðarlegur fjöldi þátttakenda hefur bæst við á síðustu dögum. 

Einnig viljum við árétta að 5 daga reglan er í gildi þannig að eingöngu er hægt að skrá hreyfingu 5 daga aftur í tímann þannig að hún teljist með í keppninni. Í dag eru einmitt 5 dagar frá því að keppnin hófst formlega og því er um að gera að skrá þá hreyfingu aftur í tímann sem enn er óskráð og þar með ótalin.

Að sjálfsögðu má ávallt skrá sína hreyfingu lengra aftur í tímann fyrir sitt eigið hreyfingarbókhald og allan ársins hring utan keppninnar. En til þess að hún teljist með í sjálfri keppninni sem nú er í fullum gír þá má lengst skrá hreyfingu 5 daga aftur í tímann.