Fyrsta vikan & myndastemmning
08.02.2017Nú er ein vika liðin síðan keppnin í Lífshlaupinu var sett í gang og það má með sanni segja að þátttakendur hafa tekið vel á því. Þegar þetta er ritað er örstutt í að skráðar verði 5.000.000 af hreyfimínútum á yfir 61 þúsund dögum þar sem lágmarkshreyfingu er náð. Frábær frammistaða þegar skólakeppnir eru hálfnaðar og þriðjungur búinn af vinnustaðakeppninni.
Nýjasta lykiltölfræðin er ávallt sýnileg á forsíðu Lífshlaupsins fyrir áhugasama. Þá er hægt að skoða tölfræði skóla og vinnustaða með yfirliti yfir stöðu bekkja og liða innan þeirra undir Staðan og viðkomandi keppni.
Þá hafa hressir þátttakendur hlaðið upp myndum í myndaalbúmið hér á heimasíðunni meðan aðrir hafa deilt þeim á Facebook eða Instagram.
Meðal annars þá skelltu nemendur og kennarar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla sér á skauta í byrjun mánaðarins í tilefni Lífshlaupsins.
Þá bar liðið Ofurhressar á Hringsjá nafn með rentu eins og glöggt mátti greina.
Ekki vantaði hressleikann hjá kennurum í Brautarholti sem deildu vel skreyttri teymismynd.
Til viðbótar við þetta er hægt að skoða margar myndir á Instagram merktar Lífshlaupinu með #lifshlaupid eða #lífshlaupið
Veglegir vinningar eru í boði fyrir heppna myndasmiði sem deila myndum með Lífshlaupinu og því um að gera að safna myndum í sarpinn.