Síðasti keppnisdagur í grunn- og framhaldsskólakeppninni.

14.02.2017

Nú fer að styttast í endamarkið hjá nemendum í grunn- og framhaldsskólakeppninni en síðasti dagur skólakeppnanna er til í dag. Nú er því tíminn fyrir börn og unglinga til að taka góðan endasprett í átt að lokamarkinu og klára keppnina með stæl. Endilega hafið samband er einhver vandræði eru með að skrá inn hreyfingu. 

 

 

 

En annars er það að frétta að greinilegt er að þátttakendur hafa tekið vel á því í hlýindunum um helgina því að nú nálgast skráðar hreyfimínútur 9 milljónir mínútna og dagar með lágmarkshreyfingu eru orðnir rétt rúmlega100 þúsund talsins. Við hvetjum alla vinnustaði til að vera áfram harðdugleg að hvetja sitt fólk til að hreyfa sig og skrá hreyfinguna sína. Það er nóg eftir að keppninni enn þá og hörð keppni um efstu sætin í flestum flokkum. 

Verðlaunahafending Lífshlaupsins mun fara fram föstudaginn 24. febrúar í sal KSÍ og hefst hún kl. 12:10. Glæsilegir viðurkenningarplattar eru í boði fyrir þá sem skara fram úr í keppninni ásamt þeim sæmdarheiðri sem því fylgir :)