ÚRSLIT í vinnustaða-, grunnskóla og framhaldsskólakeppnum Lífshlaupsins

23.02.2017

Þá er vinnustaða- og skólakeppnum Lífshlaupsins lokið og úrslit orðin ljós. Í ár voru 16.124 manns virkir þátttakendur í keppninni í 1.374 liðum. Skráðar voru 14.597.297 hreyfimínútur og 183.340 dagar sem náðu daglegu lágmarksviðmiði. Bæði skráður fjöldi mínútna og daga er ánægjuleg aukning frá árinu 2016 um 5-9% á milli ára.

Hér er hægt að kynna sér öll úrslit keppninnar. Við hvetjum ykkur svo til þess að halda áfram að skrá ykkar hreyfingu inn á vefinn og halda þannig utan um ykkar hreyfingu og vera með í einstaklingskeppninni. Þið getið nálgast allar upplýsingar um einstaklingkeppnina hér.

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins fer fram á morgun föstudaginn 24. febrúar kl. 12:10 í sal KSÍ við Laugardalsvöll. Þar bjóðum við alla hjartanlega velkomna. Endilega sendið okkur póst á lifshlaupid@isi.is ef að þið ætlið að mæta.

Við minnum á að hægt er að skoða myndir á Instagram-síðu Lífshlaupsins eða myndir merktar Lífshlaupinu með #lifshlaupid eða #lífshlaupið . Einnig eru fjölmargar myndir hér á heimasíðunni

ÍSÍ þakkar ykkur fyrir góðar viðtökur í ár og minnum á næstu verkefni almenningsíþróttasviðs ÍSÍ :

Hjólað í vinnuna 3.-23. maí 2017

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 18. júní 2017