Tæknilegir örðugleikar í Lífshlaups-kerfinu lagfærðir

05.02.2018

Margir Lífshlauparar hafa eflaust upplifað hægagang í skráningarkerfinu síðustu daga þó að þeir séu sjálfir á fleygiferð í keppninni. Ástæðan er bilun í gagnagrunni á hýsingu en unnið er hörðum höndum að lagfæringu á því.

Við sama tilefni fór 5 daga reglan óvart í gang í dag en hún ekki að taka gildi fyrr en 12. febrúar. En þessum tæknilegu örðugleikum ætti að vera kippt í liðinn hið fyrsta og á ekki að valda neinum vandræðum öðrum en tímabundinni töf á virkni í dag.

Við biðjumst velvirðingar á þessum tæknitruflunum og hvetjum Lífshlaupara til dáða þrátt fyrir þessa tímabundnu hindrun.

UPPFÆRT

Búið er að lagfæra bilunina. Vinnsluhraði á að vera orðinn eðlilegur og 5 daga reglan rétt stillt. Ef enn eru einhver vandkvæði með innskráningu eða skráningu á hreyfingu þá hafið endilega samband í lifshlaupid@isi.is eða hringja í síma 514-4000.