Góðlátlegur grannaslagur á Austurlandi

07.02.2018

Starfsmenn sveitarfélaganna Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð munu etja kappi í góðlátlegum grannaslag á meðan á Lífshlaupinu stendur en báðir vinnustaðir hafa tekið virkan þátt í Lífshlaupinu undanfarin ár. Hugmyndin kom upp hjá starfsfólki beggja sveitarfélaga og er núna komin í framkvæmd en fjallað var um þetta skemmtilega framtak í Austurfrétt fyrir viku síðan:

Austurfrétt - Fljótsdalshérað og Fjarðarbyggð takast á í Lífshlaupinu

Þeir sem eru áhugasamir um framvindu grannaslagsins geta fylgst með stöðunni á skráningum beggja bæjarskrifstofa á tenglunum hér að neðan:

Bæjarskrifstofa Fljótsdalshéraðs

Heilsueflandi Austurland - skrifstofa Fjarðabyggðar

Í framhaldinu af þessu ætlar Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum, Skíðafélagið í Stafdal og CrossFit Austur að bjóða íbúum Fljótsdalshéraðs að kynna sér hvað boðið er upp þar með því að hafa ókeypis aðgang í einn dag á hverjum stað fyrir sig. Þar verður hægt að fara í sund, skella sér á skíði eða henda sér í öfluga CrossFit æfingu dagsins. Íbúar á Héraði og víðar eru hvattir til að nýta sér þetta frábæra Lífshlaupstilboð hjá Fljótsdalshéraði og má lesa nánar um það á tilkynningu á þeirra heimasíðu hér.