Föstudagsfjör á Fræðslusviði Akureyrarbæjar og hvatningartilboð á Hvolsvelli
14.02.2018Það var mikið föstudagsfjör hjá Fræðslusviði Akureyrarbæjar nýlega. Starfsmenn fengu föstudagsrósir fyrir dugnað og jákvæða hvatningu í Lífshlaupinu og fjallmyndarlegur erindreki ÍSÍ mætti með laufléttan fyrirlestur og hreyfibæklinga. Til að toppa stemmninguna þá tóku söngfuglar sviðsins lagið Lífshlaupið er okkar! og hér má sjá tónlistarmyndbandið í allri sinni dýrð með því að smella á vefslóðina.
Frábær vinnustaðastemmning norðan heiða og við hvetjum alla til að deila stemmningunni á sínum vinnustað með okkur.
Á Hvolsvelli hefur verið hvatningartilboð í gangi hjá Íþróttamiðstöðinni og það hefur haft afar jákvæð áhrif á aukna hreyfingu bæjarbúa og nærsveitunga. Starfsmenn Íþróttamiðstöðvarinnar eru að gera gott mót í sínum fjöldaflokki og liðsmenn í Sterunum á vinnustaðnum Kirkjuhvoll hafa verið dugleg að deila með okkur myndum. Frábært framtak og við hvetjum alla til að nýta sér hvatningartilboðið og deila myndum með okkur.
Á morgun verður aftur dregið í myndaleik Lífshlaupsins og því um að gera deila með okkur myndum í gegnum heimasíðuna eða Facebook-síðu Lífshlaupsins og einnig með #lifshlaupid á Instagram. Taktu mynd & taktu þátt!