Lífshlaupið hefst á morgun miðvikudag!
05.02.2019Lífshlaupið - landskeppni í hreyfingu hefst á morgun, miðvikudaginn 6. febrúar. Setningarhátíðin verður að þessu sinni haldin í Breiðholtsskóla þar sem þær Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar munu etja kappi í Lífshlaupshreystibraut ásamt því að flytja stutt ávörp.
Skráningar hafa gengið og nú þegar eru skráð yfir eitt þúsund lið til leiks. Auðvelt er að skrá sig til leiks og vera með og hægt er að skrá sig alveg fram á síðasta dag sem er 26. febrúar. Öll hreyfing telur með svo lengi sem það nær samtals 30 mínútum á dag hjá fullorðnum og 60 mínútum á dag hjá börnum og unglingum.
Við óskum ykkur góðs gengis og gleði í Lífshlaupinu 2019.