Hvernig skoða ég stöðu liðanna?
06.02.2019Nú er Lífhshlaupið byrjað og stemingin að magnast! Eflaust vilja þeir sem eru að taka þátt í keppninni fylgjast með gengi vinnustaðarins/skólans og liðanna innan vinnustaða og skóla. Það er hægt að gera á einfaldan hátt.
Farið inn á forsíðu heimasíðu Lífshlaupsins. Þar þarf að velja "staðan"
Þá opnast síða þar sem hægt er að velja að skoða stöðu í vinnustaða og skóla. Hér er valið að skoða stöðuna í vinnustaðakeppninni.
Þar er hægt að sjá að vinnustaðir eru flokkaðir eftir fjölda starfsfólks. Ef þú veist c.a. hver fjöldinn er á þínum vinnustað ættir þú að vera nokkuð fljót/-ur að finna þinn vinnustað.
Hér er valið að skoða hvernig ÍSÍ gengur.
Með því að ýta á nafn vinnustaðarins opnast síða þar sem sjá má stöðu liðanna innan vinnustaðarins.
Það er svo um að gera að minna samstarfsfólkið á ef það er að standa sig vel og gefa þeim gott hrós. Svo má ekki gleyma að hvetja þau áfram sem geta gert betur.
Gangi ykkur sem allra best í Lífshlaupinu 2019!