Setningarhátíð Lífshlaupsins 2019

06.02.2019

Opnunarhátíð Lífshlaupsins 2019 fór fram í Breiðholtsskóla í morgun. Mikil gleði ríkti í íþróttahúsinu þar sem nemendur skólans og aðrir góður gestir voru saman komin. Heiðursgestirnir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, Dóra Björt Guðjónsdóttir forseti borgarstjórnar og Garðar Svansson, formaður Almenningsíþróttasviðs ávörpuðu gesti ásamt Ástu Bjarney Elíasdóttur skólastjóra Breiðholtsskóla.

Þegar heiðursgestir voru búnir að ávarpa gesti tók við armbeygjukeppni sem þar sem Lilja Alfreðsdóttir og Eyþór Guðnason íþróttakennari sýndu góða takta. Að því loknu kepptu heiðursgestir, skólastjóri og 4 duglegir nemendur í þrautabraut sem vakti mikla gleði viðstaddra. 

Myndir frá opnunarhátíðinni má finna á myndasíðu ÍSÍ 

Upplýsingar um Lífshlaupið má finna á heimasíðu Lífshlaupsins sem og á Facebook síðu Lífshlaupsins 

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

Lífshlaupið 2019 er þar með sett. Gangi ykkur vel!