Hreyfing og mataræði

27.01.2020

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ með það að markmiði að hvetja almenning til daglegrar hreyfingar þar sem farið er eftir ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu.
Hluti af því að bæta heilsu og vellíðan er að hreyfa sig reglulega og vonandi getur Lífshlaupið hjálpað þeim sem þurfa að koma sér af stað í reglulega hreyfingu. 

Þó hreyfing skipti miklu máli til að bæta heilsu og vellíðan skiptir ekki síður máli að borða holla fæðu. Á heimasíðu Embætti landlæknis eru ráðleggingar til almennings um matarræði sem gott er að hafa til hliðsjónar. Ef einstaklingar telja þörf á er tilvalið að byrja að skoða matarræðið samhliða því að byrja að hreyfa sig. Hægt er að nota Lífshlaupssíðuna til að halda matardagbók en undir "mínar síður" þar sem hreyfing er skráð er einnig hægt að halda matardagbók. 



Gangi ykkur vel í Lífshlaupinu!