Skráningar og fjöldi starfsmanna

28.01.2020

Við minnum á eftirfarandi atriði er koma að vinnustaðakeppninni:

  • Það þarf ekki að nýskrá fyrirtæki sem hefur áður tekið þátt
  • Það þarf að stofna ný lið en liðin frá því í fyrra eru ekki skráð
  • Starfsfólk sem ætlar að taka þátt þarf að skrá sig inn á sínum persónulega aðgang, og annaðhvort "stofna lið" eða "ganga í lið" sem samstarfsaðili er þegar búinn að stofna.
  • Einstaklingur sem kominn er í lið, skráir sína hreyfingu á sitt svæði en á meðan á keppninni stendur þá "lánar" viðkomandi hreyfinguna sína í keppnina fyrir fyritækið.
  • Hér er hægt að skoða hvernig maður skráir sig og hér er hægt að lesa helstu reglurnar. Nánari leiðbeiningar má finna hér
  • Ef vandræði koma upp við skráningu, eða ef fyrirspurnir vakna má endilega senda póst á lifshlaupid@isi.is 

Mikilvægt er að starfsmanna- og nemendafjöldi sé rétt skráður fyrir vinnustaði, grunn- og framhaldsskóla. Þannig er tryggt að viðkomandi fyrirtæki eða skóli sé að keppa í réttum fjöldaflokki. Einnig er ekki hægt að skrá fleiri liðsmenn samtals innan fyrirtækis og skóla heldur en skráður heildarfjöldi segir til um. 

Við óskum eftir því að breytingar á fjölda séu sendar til okkar á lifshlaupid@isi.is og við græjum það í snatri.

Því er um að gera að athuga með skráðan starfsmanna- eða nemendafjölda til að tryggja að hann sé örugglega réttur. Upplýsingar um fjöldann sem er skráður má sjá með því að fara á forsíðu Lífshlaupsins og smella "Staðan". Þar þarf að velja í "Vinnustaðakeppni" velja "Sjá alla vinnustaði" og finna sinn vinnustað og smella á hann.

Sama gildir um skólana þar sem farið er í Staðan undir grunnskóla- eða framhaldsskólakeppnum.

Gangi ykkur vel.