Skráningarleikur Lífshlaupsins og Rás2 er í fullum gangi

06.02.2020

Á hverjum virkum degi eru dregnir út heppnir þátttakendur sem hafa skráð sig til keppni og fær viðkomandi glaðning frá einum af styrktaraðilum Lífshlaupsins.
Nöfn vinningshafa verða lesin upp í Þættinum Morgunverkin á Rás2.
Styrktaraðilar Lífshlaupsins í ár eru
MS, World Class, Primal Iceland, Keiluhöllin, Skautahöllin, Klifurhúsið og Ávaxtabíllinn.
Í boði eru gjafabréf í klifur, baðstofu, í keilu, á skauta, klippikort í líkamsrækt, ostakörfur, Kókómjólk/Hleðsla og ávaxtabakkar.
Aukavinningar frá Krauma og Nivea.

Það borgar sig að skrá sig og vera með