Engin 5 daga regla ofl.

11.02.2020

Ákveðið var að taka 5 daga regluna út öllum þáttakendum til hagræðingar. Ekki var hægt að aðskilja skólana frá vinnustöðunum og margir skólar í vetrarfríi á þessum tíma og lentu í tímaþröng og stressi. Ekki viljum við auka á stressið og þess vegna var sú ákvörðun tekin að taka þessa reglu út.

Varðandi spjöldin (Pepp og Hrós) sem liðsmenn geta sent hvort öðru, þá breyttum við því þannig að nú sést frá hvaða netfangi spjaldið kemur. Var það gert með meira gansæi í huga. Eðlilegra að sjá frá hverjum spjladið kemur. Svo minnum við á að það er alltaf skemmtilegra að hrósa og verið dugleg við að hrósa hvert öðru. Góðlegt pepp er líka í lagi.

Við minnum á myndaleik Lífshlaupsins
Allir geta tekið þátt í myndaleiknum með því að senda skemmtilegar myndir hér á heimasíðunni, í gegnum Instagram með því að merkja þær #lifshlaupid, í gegnum Facebook-síðuna okkar eða bara með því að senda tölvupóst á lifshlaupid@isi.is. Sendu okkur mynd af þátttöku þinni í Lífshlaupinu, þínu liði eða vinnustað og þú gætir unnið skemmtilegan vinning.