Enn þá er hægt að skrá sig til leiks og ekki gleyma að skrá alla hreyfingu inn!

13.02.2020

Vonandi gengur ykkur vel í Lífshlaupinu 2020 og vonandi er skemmtileg keppni í gangi í þínum skóla/vinnustað. Okkur langar samt sem áður að minna á að ennþá er hægt að skrá sig til leiks í Lífshlaupið 2020, hvort sem það er í vinnustaðakeppnina eða grunnskólakeppnina. Við hvetjum alla til að skrá sig til leiks (og hvetja þá sem ekki eru skráði til leiks að gera það) þar sem hægt að skrá hreyfingu aftur í tímann frá upphafi keppninnar. Endilega minnið samstarfsfólkið á að skrá inn alla hreyfinguna sína.

Til upprifjunar:

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlugserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.

GRUNNSKÓLA- OG FRAMHALSSKÓLAKEPPNIN fer fram frá 5. febrúar – 18. febrúar.

Eins og ávallt hvetjum við alla skóla og skólakrakka til þess að taka þátt í skólakeppnum Lífshlaupsins og er það von okkar að þetta verkefni skapi skemmtilega stemningu og auki félagsandann í skólanum.

VINNUSTAÐAKEPPNIN fer fram frá 5. febrúar – 25. febrúar fyrir 16 ára og eldri. Ekkert of seint að skrá sig til leiks og hægt að skrá hreyfinguna sína frá upphafi, 5. febrúar.

Minnum á skráningarleikinn en í honum er til mikils að vinna. Vinningshafar eru dregnir út á hverjum virkum degi í þættinum Morgunverkin á Rás 2 frá 5. febrúar til 25. febrúar. 

Lífshlaupinu. https://www.lifshlaupid.is/sendu-okkur/

Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband.