Lífshlaupið hefst 3. febrúar, opnað fyrir skráningar 20. janúar

06.01.2021

Nú styttist í að Lífshlaupið 2021 fari af stað! Opnað verður fyrir skráningar þann 20. janúar og það er um að gera að fara að hvetja samstarfsfólk og huga að liðinu/liðunum á þínum vinnustað.

Lífshlaupið verður ræst þann 3. febrúar og stendur keppnin yfir í þrjár vikur fyrir vinnustaði en tvær vikur fyrir grunn- og framhaldsskóla. Allar upplýsingar um skráningu í Lífshlaupið sem og reglur má finna hér og myndrænar leiðbeiningar um það hvernig maður skráir sig til leiks má finna hér á ensku.