Reglubundin hreyfing og Ísland á iði

11.01.2021

Markmiðið með Lífshlaupinu er að fá sem flesta til þess að hreyfa sig meira í sínu daglega lífi. Lífshlaupið er átaksvefkefni í febrúar á hverju ári en er það von okkar sem skipuleggja Lífshlaupið að sem flestir tileinki sér reglubundna hreyfingu allt árið um kring, en ekki bara í febrúar á meðan verkefninu stendur. Þess vegna er hægt að nýta heimasíðuna allt árið um kring með því að skrá hreyfinguna og halda æfingadagbók. Einnig bendum við á Facebook síðu Ísland á iði en þar kemur reglulega inn hvatning eða fræðsla í tengslum við hreyfingu.