Síðasti dagurinn í dag

23.02.2021

Síðasti dagur vinnustaðakeppni Lífshlaupsins er í dag. Það er um að gera að taka sig saman í hádegis- eða kaffihlé í vinnunni og hreyfa sig saman ef það er svigrúm til þess og enda Lífshlaupið með stæl!!

Við minnum svo á að hægt er að skrá alla hreyfingu fram að hádegi á fimmtudaginn, 25. feb, og það á við um bæði skóla og vinnustaði.

Vegna fjöldatakmarkana í samfélaginu er ekki hægt að halda verðlaunaafhendingu með hefðbundnum hætti. Þó verður verðlaunahöfum í skólakeppninni boðið að koma í verðlaunaafhendingu í húsnæði ÍSÍ í Laugardalnum á föstudaginn kemur klukkan 11:00. Í boði verður að einn starfsmaður frá skóla og tveir nemendur komi. Boðið verður uppá léttar veitingar

Verðlaunaafhending fyrir vinnustaðakeppni verður frestað en vonumst við til að geta haldið hana um leið og það verða frekari afléttingar í samfélaginu. Það verður auglýst síðar.