Lífshlaups-appið

07.01.2022

Lífshlaups-appið einfaldar skráningar á hreyfingu á meðan Lífshlaupið stendur yfir. 

Í appinu er hægt að skrá og sjá alla hreyfingu viku aftur í timann, þar er einning hægt að lesa hreyfingu beint úr Strava. Það er þó rétt að benda á að það þarf að fara á vefsíðu Lífshlaupsins til þess að stofna aðgang og til þess að stofna lið, en eftir að það er búið er hægt að skrá sig inn í gegnum appið og skrá alla hreyfingu þar.

Appið finnst bæði í App Store (iOS) og í Play Store (Android) undir heitinu "Lífshlaupið". Appið er frítt.