Samstarfsaðilar Lífshlaupsins

11.01.2022

Það er óskaplega mikils virði fyrir verkefnið hvað samstarfsaðilar Lífshlaupsins hafa verið jákvæðir og gjafmildir í gegnum árin.

Þar má sem dæmi nefna Mjólkursamsöluna sem gefur Kókómjólk og Hleðslu í grunn- og framhalddsskóla kepnnina. Ávaxtabíllinn gefur 15 ávaxtabakka í skráningarleik Lífshlaupsins. Heppinn þátttakandi er dreginn út á hverjum virkum degi á meðan á keppni stendur. Hinn heppni fær ávaxtabakka f. 7-10 manns.. Svo eru fyrirtæki sem gefa vinninga í myndaleik Lífshlaupsins. Tveir heppnir þátttakendur sem merkja myndir eða myndbönd á facebook eða instagram með @lifshlaupid eða #lifshlaupid eru dregnir út í hverri viku og geta átt von á frábærum glaðning. World class gefur tvö gjafabréf f. tvo í Laugar spa, Klifurhúsið gefur tvo gjafabréf f. tvo m/skóm, Lemon gefur tvö gjafabréf sem gildir fyrir einu stóru kombói , Skautahöllin gefur fimm gjafabréf á skauta f. tvo, Primal gefur tvö 10 skipta klippikort og svo var Granólabarinn að bætast við sem ætlar að gefa þrjá geggjaða smakkpakka.

Þeir aðilar sem eru dregnir út í skráningarleiknum eru dregnir út í þættinum Morgunverkin á Rás2 og nöfn allra vinningshafa eru sett inn á heimasíðu Lífshlaupsins undir vinningshafar. 

Þess má geta að aðal styrktaraðilar Lífshlaupsins eru Mennta- og menningamálaráðuneytið, Rás2, Advania og Embætti Landlæknis

Opnað verður fyrir skráningar miðvikudaginn 19. janúar, keppnin hefst 2. febrúar. Vertu með og fáðu vinnu eða skólafélagana með.

Það er skemmtilegt að hreyfa sig!