Skemmtilegar og hvetjandi umfjallanir um Lífshlaupið

04.02.2022

Vegna aðstæðna í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins var því miður ekki hægt að halda hefðbundinn setningarviðburð en hér fyrir neðan má finna skemmtilegar og hvetjandi umfjallanir um verkefnið á fjölmiðlum landsins í dag.

Viðtal við Hrönn Guðmundsdóttur sviðsstjóra Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ í þættinum Bítið.

Viðtal í Fréttablaðinu við Lindu Laufdal verkefnastjóra Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ um Lífshlaupið.

Viðtal við þátttakanda í Lífshlaupinu í Fréttablaðinu.

Í Lífshlaupinu eru landsmenn hvattir til að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er, þ.e. í frítíma, vinnu í skóla og við val á ferðamáta. Í ráðleggingum Embættis landlæknis um heyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag.

Skrá má alla hreyfingu ef hún nær minnst 30 mínútum samtals á dag hjá fullorðnum og 60 mínútum samtals á dag hjá börnum og unglingum. Tímanum má skipta upp í nokkur styttri tímabil yfir daginn, s.s. 10-15 mín. í senn.

Allar upplýsingar varðandi Lífshlaupið og skráningu í verkefnið er að finna á heimasíðu Lífshlaupsins.

ÍSÍ hvetur landsmenn alla til að taka þátt í Lífshlaupinu í ár!