Frásögn frá Félagi eldri borgara á Húsavík og nágrenni
08.02.2022Það er alltaf gaman að fá sendar skemmtilegar frásagnir frá Þátttakendum í Lífshlaupinu, hér er ein frá Félagi eldri borgara á Húsavík og nágrenni.
Liðsmenn áttu erfitt með að halda dampi vegna óveðurs fyrri part dags, þann 7. febrúar sl., en eftir hádegi birti upp og kominn mikill snjór. Margir drifu sig út að ganga, eða fóru í leikfimi og sund, en sumir voru uppteknir við snjómokstur sem að vísu kom að gagni í skráningu fyrir Lífshlaupið. Egill Olgeirsson , liðsstjóri og göngufélagi komust ekki í sína daglegu göngu á íþróttavellinum milli kl. 7 og 8 vegna blind stórhríðar. En síðar um daginn var það bætt upp með gönguferð og snjómokstri sem tókst að ljúka fyrir kvöldmat (á 3 klst).
Snjómokstur er ótrúlega mikil og góð hreyfing, en getur verið mjög erfið. Snjómokstur er gild hreyfing í Lífshlaupinu 😉
Allir út að moka!