Nú er tæp vika eftir af Lífshlaupinu og það má ennþá bæta við liðsmönnum í vinnustaðakeppnina.

16.02.2022

Nú er tæp vika eftir af vinnustaðakeppninni en henni lýkur þann 22. febrúar! Það má ennþá bæta við liðsmönnum og það má skrá hreyfingu frá 2. febrúar.
Við höfum dregið út 5 heppna þátttakendur í myndaleik Lífshlaupsins og 30 þátttaknda í skráningarleik, vinnustaða og skóla.
Við munum draga einn heppinn þátttakanda í vinnustaðakeppninni alla virka daga á meðan keppnin stendur yfir og 3 til viðbótar í myndaleiknum, þar á meðal "Bestu myndina"

Það er um að gera að halda áfram að taka myndir og senda okkur. Það gerir þú með því að nota myllumerkið #lifshlaupid á Instagram, senda okkur skilaboð á lifshlaupid@isi.is, merkja með @lifshlaupid eða senda í gegnum Facebook/instagram síðu okkar.   

Við vekjum athygli á að inná Facebook síðu Lífshlaupsins eru frábær myndbönd frá Hrafnistu - endurhæfingu þar sem starfsmenn hafa útbúið frábær Ólympíu-Lífshlaups video
Hér má sjá Krullu og Bobsleðavideo, klikkið á myndina og videoin opnast á Facebook síðu Lífshlaupsins. Góða skemmtun!