Verið dugleg að skrá hreyfinguna ykkar. Einungis nokkrir dagar eftir!

18.02.2022

Vinnustaðakeppninni lýkur á miðnætti þriðjudaginn 22. febrúar nk. Verið dugleg að skrá hreyfinguna ykkar, það er ekki hægt að breyta/bæta við eftir kl. 12:00, 24. febrúar.
Munið að öll hreyfing hjálpar liðinu ykkar þó að fólk sé ekki að hreyfa sig á hverjum degi. En munið að dagurinn telur ekki nema að það séu skráðar amk 30 mínútur.
Sjá reglu um útreikninga hér 
Við hvetjum alla sem hafa skráð inn lið en hafa ekki enn sett inn liðsmenn né hreyfingu að gera það sem fyrst.
Það er enn hægt að skrá inn lið til keppni og verður hægt á meðan keppnin stendur yfir.

Myndin var send inn af Leikskólanum Reynisholti