Síðasti keppnisdagurinn var 22. febrúar

22.02.2022

Síðasti dagur vinnustaðakeppni Lífshlaupsins var 22. febrúar. 
Það er hægt er að skrá alla hreyfingu fram að hádegi á fimmtudaginn, 24. feb, eftir það lokar kerfið og það er ekki hægt að breyta neinu eða bæta við. Það á bæði við um skóla og vinnustaði.

Verðlaunaafhendingin verður föstudaginn 25. febrúar kl. 12:10 í húsnæði ÍSÍ, Engjavegi 6 í Laugardalnum.
Þær stofnanir og fyrirtæki í 1. - 3. sæti í hverjum flokki mega vinsamlegast láta vita hvort einhver komi til að taka við verðlaunaplatta á netfangið lifshlaupid@isi.is
Boðið verður uppá léttar veitingar.