Verðlaunaafhending Lífshlaupsins 2022
25.02.2022Lífshlaupið 2022 var ræst í fimmtánda sinn þann 2. febrúar sl.
Í ár var þátttaka með ágætum en alls voru 16.965 virkir þátttakendur skráðir.
Fulltrúar frá vinnustöðum og skólum tóku á móti sínum verðlaunum í hádeginu í dag. Alls tóku 16.965 landsmanna þátt í 1.560 liðum og voru alls 15.410.930 hreyfimínútur skráðar og 200.556 dagar.
Mætingin á verðlaunaafhendinguna í dag var góð þrátt fyrir appelsínugular veðurviðvaranir. Það er gaman er að sjá hversu margir vinnustaðir og skólar eru duglegir að taka þátt í verkefninu ár eftir ár með flottum árangri. Töluvert færri skólar tóku þó þátt í ár en undanfarin ár og gerum við ráð fyrir að veiran hafi þar mest um að segja. Lífshlaupið er orðið að vinnustaða- og/eða skólamenningu á mörgum þeirra staða sem skara fram úr og vinnustaðir og skólar eru duglegir að skapa sínar eigin innanhúshefðir í kringum Lífshlaupið.
Þess má geta að skólar í Grafarvogi og Mosfellsbæ eru sérlega duglegir að taka þátt og lenda iðulega í verðlaunasæti. Borgarholtsskóli, Engjaskóli, Rimaskóli og Hamraskóli voru allir í 1. - 3. sæti í sinum flokk sem og Varmáskóli og Lágafellskóli. Starfsmenn Engjaskóla í Grafarvogi lentu einnig í 2. sæti í hlutfall mínútna í vinnustaðakeppninni.
Öll úrslit í Lífshlaupinu má finna hér. Og hér má finna fleiri myndir.
Takk fyrir góða keppni.