Síðasti skráningardagur í Grunn- og Framhaldsskóla keppnninni í dag
14.02.2023Síðasti dagur Lífshlaupsins í skólakeppninni 2023 er í dag, 14. febrúar, en hægt er að skrá hreyfingu nemenda þar til kl. 12:00, fimmtudagsins 23. febrúar. Þá lokar kerfið og engu hægt að breyta.
Staðan verður því líklega ekki rétt fyrr en eftir hádegi þann 24. febrúar nk,
Við biðlum samt til ykkar að skrá alla inn sem fyrst, því oftast þá eru einhverjir sem missa af glugganum og enda á að geta ekki skráð alla inn.
Við viljum einnig vekja athygli á að það þarf að skrá 60 mín á dag til að dagurinn skráist sem heill dagur f. 15 ára og yngri.
Hægt er að skoða stöðuna í grunn- og framhaldsskólakeppninni með því að smella hér.
Við hvetjum nemendur til að halda áfram að hreyfa sig reglulega og minnum á að það er hægt að nýta Lífshlaupssíðuna allt árið um kring til að skrá og halda utan um hreyfinguna sína.
Það væri gaman að fá hjá ykkur myndir, myndbönd eða frásagnir sem má senda okkur í gegnum Lífshlaupssíðuna eða facebook/instagram. Við erum enn að draga út í myndaleik Lífshlaupsins þar sem hægt er að merkja myndir og myndbönd með #lifshlaupid eða @lifshlaupid
Vinningshafar fá gjafir frá einhverjum af þessum frábæru samstarfsaðilum Mjólkursamsölunni, Skautahöllinni, Klifurhúsinu, World Class, Primal Iceland og Lemon
ATH.
Starfsmanna/vinnustaðakeppnin er í gangi til 21. febrúar og athugið að lið starfsfólks á ekki að vera undir skólar (grunn/framhadsskólar), það á að vera skráð undir vinnustaðnum ,,,,,skóli (bæði f. starfsfólk í grunn- og framhaldsskólum)