Skráning - Leiðbeiningar

30.01.2024

Hér eru nokkrar gagnlegar upplýsingar um það hvernig þú skráir þig og þinn vinnustað/hreystihóp 67+ til þátttöku. Fyrir þá sem hafa verið með áður er ofureinfalt að skrá sig til leiks. Farið er í Innskráning - á aðgang og sett inn notendanafn og lykilorð. Þaðan er svo farið í að finna vinnustaðinn/bekk/hóp og stofna lið ef það er ekki búið að því, eða ganga í lið ef búið er að stofna lið. Þá er hægt að byrja að skrá hreyfinguna sína og "lána" hana vinnustaðnum.


Fyrir þá sem EKKI hafa verið með áður er einnig ofureinfalt að skrá sig til leiks og hér eru gagnlegar leiðbeiningar.

Þú byrjar á því að fara í Mínar síður uppi í hægra horninu á heimasíðunni og velur Nýskráning - einstaklingur.




Næst velur þú notendanafn og lykilorð ásamt því að setja inn netfang og smellir svo á "Stofna aðgang" (Ef þú átt aðgang að Hjólað í vinnuna eða Syndum getur þú notað hann í Lífshlaupinu líka).


Ljúktu við skráningu með því að fylla inn umbeðnar upplýsingar og smelltu á "Klára skráningu og halda áfram".

Nú getur þú byrjað að skrá hreyfinguna þína. En til þess að taka þátt í keppninni þarft þú að ganga í lið og þú gerir það með því að smella á flipann "Liðin mín". Þar getur þú gengið í lið sem er búið að stofna á vinnustaðnum/hreystihópnum þínum eða stofnað nýtt lið og síðan gengið í það. Ef að þú finnur ekki vinnustaðinn/hópinn þinn getur þú farið í "Stofna vinnustað/Hóp" og stofnað lið þar og gengið svo í það.

Þú verður sjálfkrafa liðsstjóri í því liði sem þú stofnar. Þegar fleiri hafa skráð sig í liðið getur þú skráð fleiri sem liðsstjóra en þig.
Liðsstjóri þarf að samþykkja liðsmenn sem ganga í lið viðkomandi liðsstjóra.
Ef þú vilt ganga úr liði sem þú ert liðsstjóri í þarftu að vera búin að setja einhvern annann sem liðsstjóra áður en þú gengur úr liðinu og í nýtt lið.
Ef þú ert liðsstjóri og skráir liðsmenn inn handvirkt (þ.e.a.s. ef einstaklingurinn stofnar sér ekki sjálfur aðgang og gengur í liðið) þarft þú að sjá um að skrá alla hreyfingu fyrir viðkomandi.
Ef einhver vandkvæði koma upp við nýskráningu eða annað tengt Lífshlaupinu er hægt að hafa samband við okkur á lifshlaupid@isi.is eða í síma 514-4000 og við aðstoðum ykkur með vandamálið.

Lífshlaups-appið einfaldar skráningar á hreyfingu á meðan Lífshlaupið stendur yfir.

Í appinu er hægt að skrá og sjá alla hreyfingu viku aftur í timann, þar er einning hægt að lesa hreyfingu beint úr Strava. Það er þó rétt að benda á að það þarf að fara á vefsíðu Lífshlaupsins til þess að stofna aðgang og til þess að stofna lið, en eftir að það er búið er hægt að skrá sig inn í gegnum appið og skrá alla hreyfingu þar.

Appið finnst bæði í App Store (iOS) og í Play Store (Android) undir heitinu "Lífshlaupið". Appið er frítt.



Gangi ykkur vel og góða skemmtun í Lífshlaupinu 2024!