Það má enn bæta við liðsmönnum!
22.02.2024Nú eru aðeins nokkrir dagar eftir af vinnustaða- og hreystihópar 67+ keppninni en henni lýkur þann 27. febrúar!
Það má ennþá bæta við liðsmönnum og það má skrá hreyfingu frá 7. febrúar.
Við höfum dregið út 5 heppna þátttakendur í myndaleik Lífshlaupsins og 30 þátttakendur í skráningarleik, vinnustaða, hreystihópa 67+ og skóla.
Við munum draga einn heppinn þátttakanda í vinnustaðakeppninni alla virka daga á meðan keppnin stendur yfir og 3 til viðbótar í myndaleiknum, þar á meðal "Bestu myndina"
Hér má sjá nöfn alla vinningshafa
Það er um að gera að halda áfram að taka myndir og senda okkur. Það má senda í gegnum heimasíðu Lífshlaupsins, nota myllumerkið #lifshlaupid á Instagram, senda okkur skilaboð á lifshlaupid@isi.is, merkja með @lifshlaupid eða senda í gegnum Facebook/instagram síðu okkar.
Eigandi myndar er Hildur Sigurðardóttir