Lífshlaupið gengur vel

10.02.2025

Lífshlaupið 2025 gengur vel og skemmtileg keppni í gangi á mörgum vinnustöðum og skólum. Það er hægt að skrá nýja liðsmenn inn á meðan keppnin stendur yfir, hvort sem það er í vinnustaðakeppnina, hreystihópum 67+ eða skólakeppnum.

ÍSÍ hvetur alla til að vera með. Það er hægt að skrá hreyfingu aftur í tímann, eða frá 5. febrúar. Endilega minnið samstarfsfólkið á að skrá inn alla hreyfinguna sína og til að dagurinn telji þarf að skrá fullar 30 mínútur fyrir fullorðna og 60 mínútur fyrir börn.

Skráningarleikurinn er í fullum gangi. Í Grunn- og framhaldsskólakeppninni fá heppnir þátttakendur glæsilega vinninga frá Mjólkursamsölunni. Í vinnustaðakeppninni/hreystihópum 67+ fá heppnir þátttakendur gjafabréf frá Dagný og Co..Vinningshafar eru dregnir út á hverjum virkum degi í þættinum Morgunverkin á Rás2 frá 5. febrúar til 25. febrúar.

Vinningshafar í skráningar sem og myndaleik eru settir inn á heimasíðu Lífshlaupsins undir vinninghafar.

Nánari upplýsingar á lifshlaupid@isi.is 


Heiðrún Jóhannsdóttir merkti þessa mynd Lífshlaupinu og var dregin út í Myndaleiknum 7. febrúar sl.