Síðasti keppnisdagur er 25. febrúar
24.02.2025Síðasti keppnisdagurinn í vinnustaðakeppni og hreystihópum 67+ er þriðjudagurinn 25. febrúar.
Það má þó enn bæta við þátttakendum. Það er hægt að skrá hreyfingu frá 5. febrúar. Athugið að heildarstarfsmannafjöldi þarf að vera réttur. Sendið póst á lifshlaupid@isi.is fyrir réttan fjölda. Það má lagfæra skráningar til kl. 12:00 fimmtudagsins 27. febrúar, eftir það lokast kerfið og engu hægt að breyta.
Verðlaunaafhending fyrir sæti 1-3 í hverjum flokki, verður 28. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, fundarsölum B og C. Súpa og brauð í boði.