Verðlaunaafhending 2025

28.02.2025

Það var margt um manninn á verðlaunaafhendingu Lífshlaupsin í hádeginu í dag. Það er virkilega gaman er að sjá hversu margir vinnustaðir, skólar og hreystihópar eru duglegir að taka þátt í verkefninu. Oft eru það sömu fyrirtækin sem raða sér í verðlaunasætin ár eftir ár, með flottum árangri.

Þátttaka grunn- og framhaldsskóla hefur farið dvínandi á undanförnum árum og virðist skráningin vera helsta áskorunin. Í ár var þó aukning á þátttöku sem er jákvætt.

Takk fyrir þátttökuna kæru Lífshlauparar og kærar þakkir til liðsstjóra fyrir samvinnuna og ykkar framlag við að hvetja liðsmenn ykkar til dáða. Þetta var árangursríkt Lífshlaup og við hlökkum til næsta árs.

Þátttakendur voru duglegir að merkja Lífshlaupið (@lifshlaupid #lifshlaupid) á myndir og myndbrot á Instagram og enn skemmtilegra þegar ÍSÍ berast frásagnir með myndum. Nokkrar frábærar frásagnir er að finna á Facebook síðu Lífshlaupsins og vonandi eiga fleiri eftir að bætast við.

Það má nota Lífshlaupskerfið til að halda utan um hreyfinguna sína allt árið. Þannig er hægt að fylgjast með tölfræðinni inni í kerfinu sem getur virkað sem hvatning fyrir marga.


Öll úrslit í Lífshlaupinu má finna hér.

Takk fyrir frábæra keppni og munið "minni kyrrsetu meiri hreyfingu!

Hér eru fleiri myndir