Frábær árangur vinnustaða og stofnanna á Akureyri
25.03.2025Heilsuráð Akureyrarbæjar veitti viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur vinnustaða og stofnana bæjarins í Lífshlaupinu 2025. Skrifstofa fræðslu- og lýðheilsusviðs, Oddeyrarskóli og Lundarskóli hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir frammistöðu sína. Á landsvísu náðu þessir vinnustaðir einnig góðum árangri:
- Skrifstofa fræðslu- og lýðheilsusviðs varð í 4. sæti í flokki vinnustaða með 10-29 starfsmenn
- Oddeyrarskóli hafnaði í 10. sæti í flokki með 30-69 starfsmenn
- Lundarskóli náði 8. sæti í flokki með 70 eða fleiri starfsmenn.
ÍSÍ og Lífshlaupið óskar þessum vinnustöðum innilega til hamingju og hvetur alla til að halda áfram aðhreyfa sig.
.