Skráning í fullum gangi
23.01.2026Skráning er í fullum gangi fyrir Lífshlaupið 2026.
Keppnin stendur yfir frá 1. - 28. febrúar
2025 voru 18.606 virkir þátttakendur í Lífshlaupinu og miðað við áhugann þá stefnir í bætingu.
Á meðan að Lífshlaupið stendur yfir eru þátttakendur hvattir til að deila myndum af sinni hreyfingu í gegnum heimasíðuna og/eða á Facebook eða Instagram með @lifshlaupid eða með myllumerkinu #lifshlaupid.
Allir myndasmiðir fara í lukkupott í myndaleik Lífshlaupsins og eiga möguleika á að fá vinninga frá frábærum samstarfsaðilum, sem eru,
Mjólkursamsalan, Unbroken, Skautahöllin í Laugardall, World Class, Saunagus Reykjanes, Klifurhúsið Klifursamband Íslandss og Primal
Samhliða Lífshlaupinu fer fram Vetraríþróttavika Evrópu eða European Week of Winter Sport
