Fréttir

Skrifað af: kristinbo
11.02.2019

Enn hægt að skrá sig til leiks

Lífshlaupið 2019 fer vel af stað og enn er nægur tími til að skrá sig til leiks en hægt er að skrá sig alveg fram á síðasta dag. Frá og með 18. febrúar tekur svokölluð fimm daga regla gildi en þá verður einungis hægt að skrá hreyfingu fimm daga aftur í tímann, en ekki meira en það. Fram að því er hægt að skrá allt frá fyrsta degi og því um að gera að skrá sig til leiks sem fyrst.

Lesa meira
Skrifað af: kristinbo
11.02.2019

Fimm daga reglan

Eins og kemur fram á heimasíðu Lífshlaupsins á fimm daga reglan að taka gildi 18. febrúar næstkomandi. Þegar fimm daga reglan tekur gildi á einungis að vera hægt að skrá hreyfingu fimm daga aftur í tímann. Fyrir mistök var fimm daga reglan sett á strax í upphafi Lífshlaupsins en verið er að vinna í því að laga það.

Lesa meira
Skrifað af: kristinbo
08.02.2019

Leiðrétting á starfsma- og nemendafjölda

Mikilvægt er að starfsmanna- og nemendafjöldi sé rétt skráður fyrir vinnustaði og grunn- og framhaldsskóla. Þannig er tryggt að viðkomandi fyrirtæki eða skóli sé að keppa í réttum fjöldaflokki. Einnig er ekki hægt að skrá fleiri liðsmenn samtals innan fyrirtækis og skóla heldur en skráður heildarfjöldi segir til um.

Lesa meira
1...456...33